GE Masoneilan 12000 Series Instructions For Installation, Use And Maintenance Manual page 13

Levels installed in potentially explosive atmospheres
Hide thumbs Also See for Masoneilan 12000 Series:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Búnaðurinn sem þú keyptir er hannaður, framleiddur og prófaður
í samræmi við öryggiskröfur í Evróputilskipunum ATEX 94/9/EB (til 19. apríl
2016) og 2014/34/EB (frá 20. apríl 2016).
Lesið þessar leiðbeiningar vandlega FYRIR uppsetningu, notkun eða
viðhald á þessum búnaði.
Kröfur fyrir vörur sem setja á upp á stöðum sem kunna að innihalda
sprengifimar lofttegundir eða eldfimt ryk:
a) Uppsetning, notkun og viðhald skal vera í samræmi við landslög og
gildandi reglur á hverjum stað og í samræmi við ráðleggingar
í viðeigandi stöðlum fyrir sprengihættustaði.
b) Uppsetning, gangsetning og viðhald skal vera í höndum vottaðra
fagaðila sem hlotið hafa viðeigandi þjálfun á tækjabúnað sem notaður
er á sprengihættustöðum.
Við viss vinnsluskilyrði kann notkun á skemmdum tækjabúnaði að valda
skertum afköstum í kerfinu sem getur leitt til slysa eða dauða.
Aðeins skal nota upprunalega varahluti frá framleiðanda til að tryggja að
vörurnar uppfylli viðeigandi öryggiskröfur þeirra Evróputilskipana sem
tilgreindar voru hér að ofan.
MERKINGAR
PUNKTAR Á TOMMU – MASONEILAN eða Dresser Japan Ltd. allt eftir
framleiðslustað.
II 2 G/D, II 2 G, II 3 G/D eða II 3 G, allt eftir umbúðum (*)
IIA TX, IIB TX eða IIC TX, allt eftir umbúðum (*)
Hámarkslofthiti, Ta X: sjá leiðbeiningar
Hitastig vökva: sjá leiðbeiningar
Framleiðsluár
Raðnúmer
Tækniskjalsnúmer
Varúð: hætta á stöðurafmagni. Nuddið ekki plastfleti.
(*) Ræðst af þeim tækjabúnaði sem er í samstæðunni.
TX: kannið vinnsluskilyrði mælis – sjá leiðbeiningar í „UPPSETNING".
UPPSETNING
Áður en uppsetning fer fram:
♦ Takið búnaðinn varlega úr umbúðunum og gangið úr skugga um að
hann sé óskemmdur. Gerið framleiðanda viðvart ef skemmdir eru
til staðar.
♦ Gangið úr skugga um að búnaðurinn henti uppsetningarsvæðinu
(tilskipun 99/92/EB).
♦ Gangið úr skugga um að hámarkshiti vökva sem streymir í gegnum
mælinn sé ekki hærri en hámarksyfirborðshiti hitaflokks T1 til T6 á því
svæði sem búnaðurinn er uppsettur, sem og takmörkum framleiðanda
(sjá vöruskrár sem hægt er að nálgast á vefsvæði framleiðanda
á www.geoilandgas.com/valves).
♦ Gætið þess að hámarkslofthiti fari aldrei fram úr leyfilegum
hámarkslofthita sem gefinn er upp á merkingum frá framleiðanda
á tækjabúnaðinum og að hann fari aldrei yfir +74 °C.
♦ Fyrir sérstök notkunarskilyrði skal notandi einnig hafa til hliðsjónar
notendahandbók ATEX (GEA19100) í tengslum við stafrænan
stjórntækjahaus mælisins.
♦ Gætið þess að lágmarkslofthiti fari aldrei undir -50 °C.
♦ Farið eftir leiðbeiningum um hitaeinangrun frá framleiðanda.
Leiðbeiningar fyrir uppsetningu, gangsetningu, notkun og
viðhald á Masoneilan*12000-mælum sem eru settir upp
á sprengihættustöðum.
Ekki skal tengja tækjabúnaðinn við loft eða rafmagn fyrr en búið er að
ganga úr skugga um að það sé leyfilegt samkvæmt lögum. Allar
leiðbeiningar fyrir rétta og örugga uppsetningu búnaðarins er að finna
í ATEX-leiðbeiningunum sem fylgja tækjabúnaðinum. Þessar leiðbeiningar
er einnig að finna á vefsvæði okkar www.geoilandgas.com/valves.
Einkum skal taka tillit til eftirfarandi atriða:
♦ Tryggið að uppsetning sé í samræmi við viðeigandi reglugerðir og
staðla og fylgið öryggisþáttum tækjabúnaðarins.
♦ Jarðtengið mælinn og rafknúinn tækjabúnað.
♦ Farið eftir rafskautum raftengingarinnar.
♦ Notið snúruinntök sem eru í samræmi við ATEX-reglugerðir og henta
svæðinu og öryggisstillingu tækjabúnaðarins.
GANGSETNING
Áður en mælirinn er tekinn í notkun þarf að ganga úr skugga um að allur
búnaður sé rétt tengdur, jarðtengdur og að öryggishlífar og skrúfur séu
á sínum stað.
Notið mælinn innan þeirra hitamarka sem framleiðandi mælir með
(sjá málsgrein um uppsetningu).
♦ Ekki nota mælinn fyrir annað en hann er ætlaður.
♦ Athugið reglulega hvort einhver vökvi leki, einkum við pakkningar.
♦ Fylgið notkunarleiðbeiningunum fyrir tengdan rafbúnað.
♦ Forðist að högg komi á álmálmblendihúsið (framlenging, 12800-mælir
með tvöföldu hulstri).
♦ Nuddið ekki plasthlífarnar á lokunum því það eykur hættu
á stöðurafmagni sem gæti valdið sprengingu.
♦ Tryggið að vökvinn beri ekki með sér agnir sem geta valdið neista ef
innra byrði mælisins er flokkað sem ATEX-svæði.
Áður en viðhaldi er sinnt skal tryggja að skilyrði á staðnum henti fyrir
viðkomandi aðgerðir: Gangið úr skugga um að viðeigandi öryggisbúnaður
og hlífðartæki séu til staðar með tilliti til þeirra verka sem vinna skal og
vinnusvæðisins.
♦ Sinnið viðhaldi í samræmi við þær leiðbeiningar sem fylgdu vörunni.
♦ Aðeins skal nota upprunalega varahluti frá framleiðanda.
♦ Fjarlægið eldfimt ryk sem getur safnast upp á óvörðum flötum.
♦ Til að koma í veg fyrir neistamyndun vegna stöðurafmagns er ráðlegt
að fylgja leiðbeiningum í reglum um starfsvenjur í EN TR50404.
Sem dæmi skal notandinn hreinsa búnaðinn, sérstaklega plastmerkið,
með blautri tusku. Af öryggisástæðum er þetta eingöngu leyfilegt
þegar sprengihætta er ekki til staðar.
Eftirlit með búnaði á sprengihættustöðum: Farið eftir viðeigandi
reglugerðum (tilskipun 99/92/EB).
GEA32346A-IS
(áður 186034)
03/2016 – Icelandic
NOTKUN
VIÐHALD
*Er vörumerki General Electric Company.

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents